Hvar eru urriða- og bleikjuseiðin?

Uppeldissvæði eru svæði sem eru mest nýtt af seiðum og ungum fiskum. Það er hægt að líta á þau sem einskonar leikskóla fyrir fiska. Þessi svæði eru mjög mikilvæg fyrir þær fisktegundir sem nýta þær. Svæðin veita öryggi og fæðu fyrir seiðin. Þess vegna er mikilvægt að vita hvar þessi svæði eru og hvert er ástand þeirra. Því ef uppeldissvæði eru eyðilögð eða ónothæf getur það verið hræðilegt fyrir þær tegundir sem treysta á þau.
Leitin hefst
Í fyrra birtu vísindamenn frá Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnun Íslands (Hafró) grein í íslenska tímaritinu, Náttúrufræðingurinn. Greinin fjallar um uppeldissvæði urriða- og bleikjuseiða í Þingvallavatni og nærliggjandi ám.
Það voru notuð tvö gagnasett í rannsókninni. Eitt af þeim var safnað af vísindamönnum frá Hafró á árunum 2000 til 2021. Þá voru gerðar reglulegar kannanir á mögulegum uppeldisvæðum urriða- og bleikjuseiða í Þingvallavatni og nærliggjandi ám. Hitt gagnasettið er frá sumrinu 2022 og var safnað af vísindamönnunum frá Háskóla Íslands.
Fiskarnir voru veiddir með rafveiðum. En þá er notast á við rafmagn til þess að lama fiskinn. Rafveiðar drepa hvorki né meiða fiskin. Þannig geta vísindamenn veitt fisk, mælt hann og síðan sleppt honum aftur.

Helstu niðurstöður
Niðurstöðurnar sýndu að þessar tvær laxfiskategundir nota mismunandi uppeldissvæði. Urriðaseiði fundust helst á grynningum í ánum. Sem við var að búist enda hryggna urriðar þar. Á hinn bóginn voru bleikjuseiðin helst á grynningum við strandlengjur Þingvallavatns. Oftast nokkuð nálægt þekktum hryggningarsvæðum bleikjunnar. Fullorðnir urriðar og bleikjur finnast almennt þar sem er meira dýpi.
Snemma á 21.öldinni var urriðaseiðum sleppt í Þingvallavatn til þessa að styrkja urriðastofninn. Sem var á þeim tímapunkti talin í hættu. Þessi rannsókn virðist benda til að þessar aðgerðir hafi borið árangur þar sem fjöldi urriðaseiða hefur aukist á síðustu 20 árum. Á hinn bóginn hefur fjöldi bleikjuseiða staðið í stað (hvorki fækkað né aukist). Rannsakendurnir skoðuð líka mun á milli svæðanna. Það virðist sem líklegra er að finna seiði við grónar strandlengjur heldur en ógrónar.
Ef einhver hefur áhuga á að læra meira, þá er hægt að nálgast greina á Íslensku, hérna: https://natturufraedingurinn.is/uppeldissvaedi-laxfiska-i-thingvallavatni-og-tengdum-am/